Um mig
Mín ástríða í vinnu er að hjálpa fólki að ná árangri. Til þess að ná árangri þarf fólk að finna út hvert það vill stefna, hvaða árangri það vill ná, greina hverjar hindranirnar eru og læra leiðir til að yfirstíga þær.
Ég er starfa sem mannauðsleiðtogi (HR Manager hjá Orkuveitunni og held utan um mannauðsmál Veitna, sem er eitt dótturfélaga Orkuveitunnar. Áður var ég forstöðumaður Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík, þó aðeins í rúmt ár, en þar áður starfaði ég í mörg ár á Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.
Ég hef starfað sem sálfræðingur í rúmlega 12 ár og hef á þeim tíma öðlast víðtæka reynslu sem nýtist mér í mínum verkefnum í dag. Ég sinnti samtalsmeðferð í 11 ár, fyrst á Landspítala og síðan á Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu. Með þeirri vinnu öðlaðist ég mikla reynslu og færni í að hjálpa fólki að leysa úr sínum málum. Samhliða þessu hefur ég sinnt kennslu á háskólastigi og sinnt verkefnum á sviði íþróttasálfræði og vinnusálfræði. Á undanförnun árum hefur ég lagt vaxandi áherslu á verkefni á sviði íþróttasálfræði. Reynsla og þekking úr starfi sálfræðings hefur verið kjarninn í nálgun minni og árangri í þeim verkefnum sem ég hef tekið að mér.
Íþróttasálfræði
Ég hef unnið með íþróttafólki og íþróttaliðum undanfarin 10 ár, eða frá árinu 2014.
Vinna með íþróttafólki
Ég þjónusta íþróttafólk á ýmsum aldri, í öllum íþróttum og á mismunandi getustigum - sem þó á sameiginlegt að vilja ná lengra í sinni íþrótt. Ég starfa með íþróttafólki sem er að undirbúa sig fyrir stórmót, að fóta sig í atvinnumennsku erlendis, yfirstíga hamlandi stress og kvíða, takast á við erfið meiðsli eða íþróttafólk sem einfaldlega vill skerpa fókusinn sinn og ná auknum árangri.
Vinna með íþróttaliðum
Algengustu verkefnin sem ég sinni eru í formi fræðslufunda. Stundum er um að ræðakem ég með 1-3 fundi en í sumum tilvikum fylgi ég liði eftir í lengri tíma og verð þannig hluti af liðinu og felur sú nálgun í sér fleiri fundi og þó oft með mismunandi sniði. Þegar ég starfa með liði í lengri tíma þá felur starfið oft í sér stuðning við þjálfara og einstaka leikmenn.
Dæmi um lið sem ég hef starfað fyrir á undanförnum árum eru:
Breiðablik - mfl. kvenna í fótbolta.
Grótta - mfl. karla og kvenna í fótbolta.
Stjarnan - mfl. kvenna í handbolta.
Stjarnan - mfl. kvenna, karla og blandaðs hóps í hópfimleikum.
HK - mfl. kvenna í handbolta.
KR - mfl. kvenna í fótbolta.
Skautafélag Reykjavíkur - listskautar.
Ferilskrá
2022- Orkuveitan og Veitur (aðalstarf).
Mannauðsleiðtogi/HR Manager.
2021-2022 Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík.
Forstöðurmaður.
2021- Sjálfstætt starfandi (aukastarf).
Ráðgjafi í mannauðsmálum og íþróttasálfræði.
2016-2021 Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofa.
Sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum. Ég hef veitt víðtæka sálfræði- og ráðgjafaþjónustu til stjórnenda og starfsfólks fyrirtækja, unnið að athugun og lausn erfiðra starfsmannamála og verið með fræðslu sem snýr að stjórnun, samskiptum og líðan á vinnustað. Einnig hef ég sinnt almennri sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna og íþróttasálfræðiráðgjöf til afreksíþróttafólks og íþróttafélaga.
2010-2016 Landspítali – geðsvið.
Sálfræðingur. Ég sinnti almennum sálfræðisstörfum á geðsviði en einnig á bráðaþjónustu geðsviðs og sérverkefnum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Háskóli Íslands.
2011-2016 Háskóli Íslands (aukastarf).
Aðjúnkt og stundakennari. Ég hafði umsjón með námskeiði í sálfræði í hjúkrunarfræðideild og fékk stöðu sem aðjúnkt 2015. Ég hef einnig kennt staka tíma í læknisfræðideild og sálfræðideild og verið leiðbeinandi í tveimur lokaverkefnum til Cand.psych gráðu í sálfræði við sálfræðideild. Einnig hef ég sinnt handleiðslu nema í framhaldsnámi í sálfræði.
2015-2016 Háskólinn í Reykjavík (aukastarf).
Stundakennari. Var með umsjón námskeiðs á vormisseri 2015 innan íþróttafræðinnar og sinnti klínískri handleiðslu nema í framhaldsnámi í sálfræði vorið 2015 og 2016.
2014-2015 Sjálfstæður rekstur (aukastarf).
Sálfræðingur. Var með sálfræðiþjónustu á stofu samhliða störfum á LSH.
Önnur störf.
Ég er í stjórn Sálfræðingafélags Íslands (frá 2016), varaformaður frá 2022.
Ég er í Heilbrigðisráði ÍSÍ (frá 2019).