unsplash-image-sI-p_NLBNr0.jpg

Íþróttasálfræði

Ég hef unnið sem íþróttasálfræðingur við að aðstoða íþróttafólk og íþróttalið með hugarþjálfun undanfarin 10 ár, eða frá árinu 2014.

Vinna með íþróttafólki

Ég þjónusta íþróttafólk á ýmsum aldri, í öllum íþróttum og á mismunandi getustigum - sem þó á sameiginlegt að vilja ná lengra í sinni íþrótt. Ég starfa með íþróttafólki sem er að undirbúa sig fyrir stórmót, að fóta sig í atvinnumennsku erlendis, yfirstíga hamlandi stress og kvíða, takast á við erfið meiðsli eða íþróttafólk sem einfaldlega vill skerpa fókusinn sinn og ná auknum árangri.


Vinna með íþróttaliðum

Algengustu verkefnin sem ég sinni eru í formi fræðslufunda. Stundum er um að ræðakem ég með 1-3 fundi en í sumum tilvikum fylgi ég liði eftir í lengri tíma og verð þannig hluti af liðinu og felur sú nálgun í sér fleiri fundi og þó oft með mismunandi sniði. Þegar ég starfa með liði í lengri tíma þá felur starfið oft í sér stuðning við þjálfara og einstaka leikmenn.

Dæmi um lið sem ég hef starfað fyrir á undanförnum árum eru:

  • Breiðablik - mfl. kvenna í fótbolta.

  • Grótta - mfl. karla og kvenna í fótbolta.

  • Stjarnan - mfl. kvenna í handbolta.

  • Stjarnan - mfl. kvenna, karla og blandaðs hóps í hópfimleikum.

  • HK - mfl. kvenna í handbolta.

  • KR - mfl. kvenna í fótbolta.

  • Skautafélag Reykjavíkur - listskautar.

„Helgi hefur hjálpað liðinu okkar mikið andlega. Við höfum lært margt sem gagnast okkur í fimleikum en líka bara fyrir lífið. Að hugsa eingöngu um hluti sem við getum stjórnað, annað hjálpar ekkert. Á fundunum hjá Helga minnti hann okkur á hluti sem gáfu okkur extra sjálfstraust og trú á að maður væri með hlutina á hreinu. Lang best var að fara á fund og svo beint á æfingu. Við verðum að eilífu þakklátar fyrir alla tímana sem við höfum fengið, takk!!!“

— Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennaliðs Stjörnunnar í hópfimleikum

„Ég kynntist Helga fyrir nokkrum árum þegar hann aðstoðaði mig og mitt lið á erfiðum tíma á miðju tímabili. Helgi var með ótrúlega góða nærveru og náði strax til allra leikmanna. Nálgun hans á verkefnið var mjög fagleg en á sama tíma persónuleg og augljóslega af mikilli umhyggjusemi. Hann hjálpaði okkur á svo margan hátt og með einföldum og skýrum verkefnum fann maður hvernig hópurinn varð sterkari og einbeittari í átt að sameiginlegu markmiði. Ég persónulega lærði gríðarlega mikið og hef sagt allar götur síðan að ég vildi óska þess að ég hefði hitt Helga fyrr á mínum ferli. Vinnan með honum gerði mig að bæði sterkari leikmanni og sterkari einstaklingi.“

— Rakel Dögg Bragadóttir, fyrrverandi fyrirliði kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta